Keppni hafin í Frakklandshjólreiðunum

Alberto Contador fær ekki að verja titilinn.
Alberto Contador fær ekki að verja titilinn. Reuters

Keppendur í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France, hjóla í dag fyrsta áfangann í þessari frægustu hjólreiðakeppni heims. Keppnin tekur þrjár vikur og munu keppendurnir 180 þurfa að hjóla 3.500 kílómetra til að komast í mark.

Spánverjinn Alberto Contador, sigurvegari keppninnar í fyrra, fær ekki að taka þátt í ár eftir að meðlimir í keppnisliði hans, Astana, urðu uppvísir af lyfjamisnotkun. Talið er að samlandi hans, Alejandro Valverde, og Ástralinn Cadel Evans séu sigurstranglegastir í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert