Skíðamaður féll á lyfjaprófi

Mirko Deflorian.
Mirko Deflorian. AP

Ítalska íþróttasambandið, CONI, hefur úrskurðað skíðamanninn Mirko Deflorian í 18 mánaða keppnisbann en hann féll á lyfjaprófi sem tekið var í febrúar á þessu ári.

Deflorian er 28 ára gamall en niðurstaða lyfjaprófsins gaf til kynna að hann hefði notað kókaín. Ítalska vetraríþróttasambandið vildi lítið gera í málinu þegar það kom upp og var Deflorian sýknaður af ákæru CONI.

Deflorian heldur því fram að einhver hafi átt við sýnið sem tekið var í febrúar. Besti árangur hans á heimsbikarmótaröðinni er 5. sæti í stórsvigi á móti sem fram fór í Val-d’Isère árið 2004.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert