Íshokkímenn á HM í Tyrklandi

Sergei Zak, landsliðsþjálfari í íshokkí, hefur valið U18 ára landsliðið …
Sergei Zak, landsliðsþjálfari í íshokkí, hefur valið U18 ára landsliðið til Tyrklandsfarar.

Landslið Íslands í íshokkí,  skipað leikmönnum 18 ára og yngri, heldur á sunnudaginn til Erzurum í Tyrklandi þar sem það tekur þátt í heimsmeistarakeppni Alþjóða íshokkísambandsins. Liðið spilar að þessu sinni í 3. deild og andstæðingar þess verða  Búlgarar, Írar og heimamenn Tyrkir. Ísraelsmenn voru einnig skráðir til leiks á mótinu en ákváðu að draga lið sitt til baka.

Íslenska liðið hefur síðastliðin tvö ár verið mjög nálægt því að vinna sig upp um deild í þessum aldurflokki og eru vonir bundnar við að það hafist í þetta skiptið. Liðið mun spila sinn fyrsta leik á mánudaginn n.k. en vegna brottfalls landsliðs Ísraels mun verða spiluð einföld umferð og að því loknu undanúrslit og úrslit.

Þjálfari liðsins er Sergei Zak og hefur hann valið eftirtalda leikmenn til þátttöku í mótinu:
Markmenn:
Ævar Þór Björnsson, SR
Snorri Sigurbergsson, Björninn
Varnarmenn:  
Ingólfur Elíasson, SA
Róbert Freyr Pálsson, Björninn
Snorri Sigurbjörnsson, Noregi
Hjalti Geir Friðriksson, Björninn
Óskar Grönholm, SR
Sigursteinn A. Sighvatsson, Björninn
Benedikt Sigurleifsson, Björninn
Sóknarmenn: 
Andri Freyr Sverrisson, SA
Arnar Bragi Ingason, Björninn
Björn R. Sigurðarson, SR
Egill Þormóðsson, SR
Gunnar Darri Sigurðsson, SA
Hilmar Leifsson, SA
Jóhann Már Leifsson, SA
Kristján F. Gunnlaugsson, SR
Ólafur Hrafn Björnsson, Björninn
Tómas Tjörvi Ómarsson, SR
Hilmir F. Guðmundsson, SA


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert