„Getum unnið upp forskot KR-inga“

Baldur Sigurðsson í baráttu í fyrri leiknum gegn Larissa.
Baldur Sigurðsson í baráttu í fyrri leiknum gegn Larissa. mbl.is/Eggert

„Það verður ekki auðvelt fyrir okkur að komast áfram en ég tel að við getum unnið upp þetta forskot íslenska liðsins,“ sagði Marinos Ouzounidis, þjálfari gríska knattspyrnuliðsins Larissa, á fréttamannafundi í gær. Larissa og KR leika í dag síðari leik sinn í 2. umferð Evrópudeildar UEFA á Alkazar-leikvanginum í Larissa. KR vann frækinn sigur, 2:0, í fyrri leiknum í Vesturbænum.

„Við erum á heimavelli og með okkar stuðningsmenn og það á að hjálpa okkur mikið. Við getum vonandi spilað betri sóknarleik en á Íslandi þar sem Tümer Metin verður með að þessu sinni,“ sagði Ouzounidis. Metin, sem á 26 landsleiki að baki fyrir Tyrkland, missti af fyrri leiknum á KR-vellinum.

„Ég bjóst ekki við því að lenda í svona miklum vandræðum vegna meiðsla, við erum án 5-6 leikmanna og höfum ekki náð að stilla upp því liði sem við ætlum okkur. En með varkárni í varnarleiknum og öflugri sóknarleik eigum við að geta komist áfram í keppninni,“ sagði þjálfarinn.

Hægt verður að fylgjast með gangi mála í Larissa með ýmsu móti en þar verður flautað til leiks kl. 17.00. Mbl.is verður með beina textalýsingu frá leiknum, KR-útvarpið lýsir honum á FM 98,3 og á veitingastaðnum Rauða ljóninu verður hægt að sjá hann í beinni sjónvarpsútsendingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert