Eygló Ósk setti stúlknamet

Jakob Jóhann Sveinsson er tilbúinn í slaginn í dag.
Jakob Jóhann Sveinsson er tilbúinn í slaginn í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Íslandsmeistaramótið í 50 m laug hófst í Laugardalslaug í gær. Eygló Ósk Gústafsdóttir, Sundfélaginu Ægi, setti stúlknamet í 800m skriðsundi á tímanum 9.11,51 mín. Gamla metið var 9.17,83 mín. og það setti Sigrún Brá Sverrisdóttir, Ægi. Synt var í tveimur greinum í gær. Fyrir utan 800m skriðsund var synt 1.500 metra skriðsund karla. Sigurður Örn Ragnarsson, Ægi, sigraði það á tímanum 16.56,08 mín.

Keppni á öðrum keppnisdegi hófst í morgun og þar sem að keppt verður m.a. í undanrásum í 100 metra skriðsundi kvenna og karla, og 100 metra bringusundi. Úrslit í þessum greinum fara fram á milli 16.30-18.00 í dag. Á meðal keppenda í þessum greinum eru Jakob Jóhann Sveinsson og, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert