Contador féll á lyfjaprófi

Alberto Contador fagnar sigri í Frakklandshjólreiðunum í sumar.
Alberto Contador fagnar sigri í Frakklandshjólreiðunum í sumar. Reuters

Spænski hjólreiðamaðurinn Alberto Contador, sem vann Tour de France hjólreiðakeppnina í þriðja sinn í sumar. féll á lyfjaprófi. Hefur Alþjóðahjólreiðasambandið UCI sett hann í keppnisbann á meðan málið er rannsakað frekar.

Lyfjaprófið leiddi í ljós, að Contador nefði neytt lyfsins clenbuterol, sem er á bannlista. Contador tilkynnti sjálfur í morgun, að hann hefði fallið á lyfjaprófinu en fullyrti, að ástæðan væri „fæðumengun". 

Um er að ræða lyfjapróf, sem tekið var 21. júlí meðan á Frakklandshjólreiðunum stóð. UCI staðfesti í nótt að prófið hefði leitt í ljós afar lítið magn af lyfinu en rannsóknarstofan í Köln, sem rannsakaði sýnið, geti greint leifar af lyfjum með mun meiri nákvæmni en aðrar rannsóknarstofur sem alþjóðlega lyfjanefndin, WADA, viðurkennir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert