Bræður á verðlaunapalli

Cadel Evans.
Cadel Evans. Reuters

Ljóst varð eftir næstsíðustu dagleið Frakklandshjólreiðanna, að Ástralinn Cadel Evans mun vinna keppnina á morgun. Bræðurnir Andy og Frank Schleck verða í 2. og 3. sæti og verður það í fyrsta skipti sem bræður verða saman á verðlaunapalli.

Andy Schleck, 26, ára, er í 2. sæti og Frank, 31 árs bróðir hans, er í 3 sæti. Hefð  er fyrir því, að síðasta dagleiðin, sem hjóluð er í París, sé einskonar sýningardagleið og keppendur reyni ekki að breyta röðinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert