Þormóður fékk silfur á heimsbikarmóti

Þormóður er líklega á leið á ÓL í London á …
Þormóður er líklega á leið á ÓL í London á næsta ári með frammistöðu sinni. mbl.is

Þormóður Jónsson úr JR náði glæsilegum árangri á heimsbikarmóti í júdó á Samóaeyjum í dag þegar hann hlaut silfurverðlaun í +100 kg flokki. Þormóður vann þrjár glímur af öryggi á leið sinni í úrslitin þrátt fyrir að andstæðingarnir væru allir ofar en hann á heimslistanum.

Þormóður glímdi svo við Bretann Sherrington í úrslitum og leiddi glímuna þar til í lokin að sá breski sneri glímunni sér í vil. Áður hafði Þormóður unnið keppendur frá Líbanon, Mongólíu og Argentínu.

Þessi árangur kemur Þormóði mun ofar á heimslistanum sem líkast til dugar honum til að komast á Ólympíuleikana í London á næsta ári en Þormóður var einnig á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Peking 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert