Af fagurgala og nýju fötum keisarans

Ragna Ingólfsdóttir er í kostnaðarsömum undirbúningi fyrir Ólympíuleika og fær …
Ragna Ingólfsdóttir er í kostnaðarsömum undirbúningi fyrir Ólympíuleika og fær takmarkaðan stuðning til þess. mbl.is

Síðustu daga og vikur hefur verið talsverð umræða víða í fjölmiðlum um afreksíþróttir og stuðning ríkisins og fyrirtækja við þær. Fram hefur komið að stuðningur hins opinbera hér á landi er ekki nema brotabrot af því sem gerist í löndum í kringum okkur og við berum okkur helst saman við, t.d. Norðurlöndunum. Sú staðreynd er ekki ný af nálinni og varð ekki til við hrunið haustið 2008.

Íþróttir á afreksstigi eru ekki lengur stundaðar sem hobbí í frístundum. Sú tíð er löngu liðin þótt ljómi hennar kunni enn að finnast í hjörtum ráðamanna hér á landi.

Nú verða íþróttamenn, vilji þeir einbeita sér að æfingum og keppni í íþrótt sinni, í flestum tilfellum að stunda íþróttina eins og hverja aðra vinnu, a.m.k. sem hlutastarf, ætli þeir að gera sig gildandi í keppni þeirra bestu.

Veikur Afrekssjóður

Ríkið leggur til um 34 milljónir á næsta ári til Afrekssjóðs ÍSÍ, sem spilað hefur eins vel úr takmörkuðum sjóðum sínum og kostur er. Innan ÍSÍ eru nærri þrír tugir sérsambanda með hundruð íþróttamanna sem eiga möguleika á að sækja um stuðning úr sjóðnum samkvæmt reglum hans. Hæsti stuðningur til einstaklings úr sjóðnum er 160 þúsund krónur. Sökum bágrar stöðu Afrekssjóðs nýtur aðeins einn íþróttamaður þessa styrks, sem hefur verið óbreyttur að krónutölu í áratug, ef ekki lengur. Er sá íþróttamaður langt frá því ofsæll af þessum stuðningi til að standa undir öllum þeim kostnaði sem hlýst við að vera einn besti íþróttamaður heims í sinni grein. Fáeinir fá 80 þúsund krónur á mánuði, nokkur hópur fær enn minna, allt niður í eingreiðslur upp á tugi þúsunda.

Sjá nánar viðhorfsgrein Ívars í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert