Helgi heimsmeistari í spjótkasti

Helgi Sveinsson er nýkrýndur heimsmeistari.
Helgi Sveinsson er nýkrýndur heimsmeistari. Ljósmynd/Heiða

Helgi Sveinsson varð í dag heimsmeistari í spjótkasti í flokki F42 á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum sem stendur yfir í Lyon í Frakklandi. Helgi tryggði sér sigurinn með nýju heimsmeistaramótsmeti í lokakasti sínu.

Þetta er stórkostlegur árangur hjá Helga sem er nýstiginn upp úr meiðslum. Hann kastaði lengst 50,98 metra og bætti Íslandsmet sitt alls um 2,98 metra í dag, en lengsta kast hans á Ólympíumótinu í London í fyrra var 47,64 metrar.

Sigurkast Helga var aðeins 9 sentímetrum lengra en lengsta kast Kínverjans Yanlong Fu og kom eins og áður segir í sjöttu og síðustu tilraun hans. Fram að henni hafði Helgi lengst kastað 48,98 metra og hann bætti sig því um 2 metra í lokatilrauninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert