Anton: Gaman að bæta sig í aukagrein

„Ég er bara sáttur með þetta. Auðvitað ætlaði maður að bæta sig og ég bjóst svo sem við því,“ sagði Anton Sveinn McKee úr Ægi eftir að hafa bætt sig um 1,85 sekúndu í 200 metra bringusundi á HM í Barcelona í dag.

Anton varð í 29. sæti á 2:15,12 mínútum eins og lesa má um hér.

„Þetta er búin að vera svona aukagrein og maður er ekki búinn að synda hana mikið svo það var mjög gaman að bæta sig í henni. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir 400 metra fjórsundið,“ sagði Anton Sveinn en 400 metra fjórsundið er hans lokagrein.

„Ég ætla bara að halda áfram því sem ég hef verið að gera. Ég er búinn að vera að synda vel á þessu móti og geri mitt besta til að ná Íslandsmeti,“ sagði Anton sem hefur þegar sett Íslandsmet í 400 metra skriðsundi á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka