EM-farar kenna reglur í tækvondó

Tækvondó er afar vinsæl bardagaíþrótt frá Kóreu.
Tækvondó er afar vinsæl bardagaíþrótt frá Kóreu. Ljósmynd/keflavik.is

Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Evrópumóti unglinga í tækvondó sem fram fer í Rúmeníu dagana 19.-25. ágúst. EM-fararnir hafa sett saman myndband til að útskýra helstu reglur þessarar vinsælu ólympísku bardagaíþróttar.

Fjórir íslensku keppendanna koma úr Keflavík og einn úr Fram. Þetta eru þau Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Ástrós Brynjarsdóttir, Bjarni Júlíus Jónsson og Karel Bergmann Gunnarsson úr Keflavík, og Helgin Valentin Arnarsson úr Fram. Keflvíkingarnir tóku sig til og útbjuggu kennslumyndbandið sem sjá má hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert