Ásgeir aðeins einu stigi frá úrslitum

Ásgeir Sigurgeirsson var meðal keppenda á Ólympíuleikunum í London 2012.
Ásgeir Sigurgeirsson var meðal keppenda á Ólympíuleikunum í London 2012. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ásgeir Sigurgeirsson lauk keppni í 12. sæti á Evrópumótinu með loftskammbyssu af 10 metra færi. Ásgeir halaði inn 578 stig og var aðeins einu stigi frá því að komast í úrslit, en átta keppendur komast í úrslit.

Evrópumótið fór fram í Moskvu í Rússlandi og var Ásgeir eini íslenski keppandinn á mótinu. Ásgeir á sjálfur Íslandsmetið í loftskammbyssuskotfimi af 10 metra færi og er það 589 stig, en mest er hægt að fá 600 stig í einni keppni. Hver keppandi hefur 60 skot og hefur ákveðinn tíma til að klára þau. Mest er hægt að fá 10 stig fyrir hvert skot, eftir því hve keppendur hitta nákvæmt á miðju skotskífunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert