Leikmenn böðuðu Tim eftir mótið - myndband

Svíinn Tim Brithén stýrði Íslandi til silfurverðlauna í A-riðli 2. deildar HM í íshokkí á sínu fyrsta ári með liðið. Lærisveinar hans ákváðu að kæla hann vel niður eftir lokaleikinn gegn Ísrael í dag.

Tim var rétt að reyna að ná áttum eftir leikinn þegar strákarnir létu til skarar skríða. Jónas Breki Magnússon afvegaleiddi hann með samningaviðræðum um hvort leikmenn mættu fá sér bjór til að fagna silfurverðlaunum í kvöld og á meðan læddust félagar hans með fulla tunnu af köldu vatni til að hella yfir þjálfarann. Myndband af atvikinu má sjá hér að ofan.

Tim var ekki einn um að fá að finna fyrir uppátækjum manna í íslenska liðinu því eftir að hann hafði verið baðaður var farið með nýliðana þrjá í leikmannahópnum út fyrir skautahöllina í Belgrad þar sem þeir fengu sína busavígslu.

Ísland fékk silfur í fyrsta sinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert