Pétur: Bjóst ekki við því að ná 2. sæti

„Þetta er bara fullkomið,“ sagði Pétur Maack, einn af nýkrýndum silfurhöfum íslenska landsliðsins í íshokkí eftir síðasta leik liðsins í A-riðli 2. deildar HM þetta árið. Ísland vann Ísrael í vítakeppni í lokaleiknum, og vann því fjóra af fimm leikjum sínum í mótinu.

Ísland hefur aldrei fyrr landað silfurverðlaunum í 2. deild.

„Ég bjóst ekki við því að komast í 2. sæti í þessum riðli. Maður vonast alltaf til þess en ég hélt að við myndum lenda í 3. sæti. Þetta var bara eins gott og það getur gerst,“ sagði Pétur.

„Við fórum erfiðu leiðina í þessum þrem síðustu leikjum sem við spiluðum, gerðum jafntefli í þeim öllum en unnum svo í framlengingu eða vítakeppni. Þetta er ólýsanlegt, bara fullkomið,“ sagði Pétur glaðbeittur. Nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndbandi.

Ísland fékk silfur í fyrsta sinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert