Stefnan hefur verið sett á ÓL í Ríó

Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Daníel Jens Pétursson, Norðurlandameistarar í Taekwondo.
Ingibjörg Erla Grétarsdóttir og Daníel Jens Pétursson, Norðurlandameistarar í Taekwondo. Ljómsynd/Tryggvi Rúnarsson

„Ég stefni bara á toppinn sem þýðir að komast á Ólympíuleikana og á pall á stórmótum í útlöndum á næstu árum,“ segir Ingbjörg Erla Grétarsdóttir, sem um liðna helgi varð Norðurlandameistari fullorðinna í -57 kg flokki í taekwondo í fjórða sinn þegar mótið fór fram í Reykjanesbæ.

Ingibjörg Erla vann alla keppendur sína nokkuð örugglega.

„Þetta var nokkuð öruggt hjá mér að þessu sinni,“ svarar Ingibjörg Erla þegar hún er spurð hvort enginn andstæðingur hennar hafi getað veitt henni harða keppni á Norðurlandamótinu.

Alls voru keppendur um 200 á Norðurlandamótinu, þar af nærri 60 frá Íslandi og hafa aldrei verið fleiri. Íslensku keppendurnir unnu til 10 gullverðlauna og 11 silfurverðlauna í bardagahluta mótsins. Einnig unnu Íslendingar þrenn gullverðlaun í formum en þá er ekki keppt við andstæðing. Í formum þurfa keppendur að leysa ákveðnar æfingar og er frammistaða þeirra dæmd m.a. eftir líkamsbeitingu, liðleika, jafnvægi og snerpu. Þetta var í fyrsta skipti sem Íslendingar komast á verðlaunapall í þessum hluta Norðurlandamótsins í taekwondo. Eyþór Atli Reynisson vann í flokki 14 ára en auk hans vann Bjarni Júlíus einnig gull og íslenska sveitin í liðakeppni ungmenna.

Auk Ingibjargar Erlu unnu Ástrós Brynjarsdóttir, Meisam Rafiei, Daníel Jens Pétursson, Bjarni Júlíus Jónsson, Sverrir Elefsen, Karel Bergmann Gunnarsson, Aldís Inga Richardsdóttir, Herdís Þórðardóttir og Svanur Þór Mikelsson gullverðlaun í bardaga.

Rætt er við Ingibjörgu Erlu í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert