Loks varð Lavillenie að játa sig sigraðan

Renaud Lavillenie.
Renaud Lavillenie. AFP

Eftir sigur á 20 mótum í röð kom að því að ólympíumeistarinn og heimsmethafinn í stangarstökki, Renaud Lavillenie biði lægri hlut.

Lavillenie, sem fagnaði Evrópumeistaratitlinum á dögunum, tók þátt í móti á demantamótaröðinni í Stokkhólmi í kvöld. Hann felldi í þrígang 5,60 metra en heimsmet hans í greininni er 6,16 metrar. Aðstæður voru ekki góðar í Stokkhólmi í kvöld en kalt var í veðri og talsverður vindur. Grikkinn Konstantinos Phillipidis fagnaði sigri en hann fór yfir 5,83 metra.

Í 100 metra hlaupi karla kom Jamaíkamaðurinn Nesta Carter fyrstur í mark á 9,96 sekúndum. Þetta var hans besti tími árs en hann á best, 9,78 sek. sem hann hljóp á í ágúst 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert