SR sneri blaðinu við

Miloslav Racansky skoraði sigurmark SR.
Miloslav Racansky skoraði sigurmark SR. mbl.is/Golli

SR lagði Björninn að velli, 4:3, í framlengdum leik á Íslandsmóti karla í íshokkí sem fram fór í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöld.

Ekkert benti til þess að það yrðu úrslitin því Björninn komst í 3:0 með því að skora þrisvar á tveimur mínútum í fyrsta leikhluta. Trausti Bergmann skoraði tvö fyrstu mörkin og Falur Birkir Guðnason það þriðja.

SR gafst ekki upp, Arnþór Bjarnason og Samuel Krakaver minnkuðu muninn í 3:2 í öðrum leikhluta og í byrjun þess þriðja jafnaði Markús Maack, 3:3. Í framlengingunni var það svo Miloslav Racansky sem skoraði sigurmarkið eftir hálfa fjórðu mínútu eftir sendingu frá Daníel Magnússyni.

SA er efst með 20 stig, Björninn er með 14, SR 12 og Esja 11 en í kvöld tekur Esja á móti SA klukkan 20.30 í Skautahöllinni í Laugardal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert