Rökuðu saman verðlaunum í Glasgow

Stór hluti íslenska hópsins sem fór til Glasgow.
Stór hluti íslenska hópsins sem fór til Glasgow.

Íslenskir keppendur voru afar sigursælir á opna skoska meistaramótinu í taekwondo sem fram fór í Glasgow um helgina. 

Á meðal um 400 keppenda víðsvegar að úr Evrópu voru 22 Íslendingar og þeir fengu samtals 21 gullverðlaun, 12 silfurverðlaun og 10 bronsverðlaun í hinum ýmsu flokkum á mótinu.

María Bragadóttir úr Aftureldingu var valin besta konan á mótinu en hún vann tvenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun. Lið Íslands var í öðru sæti í tækni (poomse) og var með bestan heildarárangur allra liða á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert