Tvöfalt hjá Ynjum um helgina

Norðankonur gerðu góða ferð suður um helgina.
Norðankonur gerðu góða ferð suður um helgina. Árni Sæberg

Skautafélag Reykjavíkur og Ynjur Skautafélags Akureyrar mættust tvívegis á Íslandsmóti kvenna í íshokkíi í Laugardal. Skemmst er frá því að segja að leikirnir voru auðveldir fyrir Ynjur.

Á laugardag höfðu þær betur, 10:4, þar sem Silvía Björgvinsdóttir skoraði sjö mörk. Í kvöld bættu þær um betur í 9:1-sigri. Lið SR er því enn án sigurs í deildinni, en Ynjur hafa nú unnið fjóra leiki af tíu. Ásynjur eru efstar í deildinni með 26 stig, Björninn hefur 16, Ynjur 12 og SR ekkert.

SR - Ynjur 4:10 - laugardag

Mörk Ynja: Silvía Björgvinsdóttir 7, Kolbrún Garðarsdóttir 2, Harpa Benediktsdóttir 1.
Mörk SR: Alda Kravec 3, Kristín Ingadóttir 1.

SR - Ynjur 1:9 - sunnudag

Mörk Ynja: Silvía Björgvinsdóttir 4, Guðrún Marín Viðarsdóttir 3, Berglind Leifsdóttir 1, Kolbrún Garðarsdóttir 1.
Mark SR: Flosrún Jóhannesdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert