Besti tími ársins hjá Anítu

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. mbl.is/Eggert

Aníta Hinríksdóttir úr ÍR hljóp glæsilega í 400 metra hlaupi kvenna í dag og kom í mark á 54,70 sekúndum sem er hennar besti tími í ár.

Önnur í greininni varð Steinunn Erla Davíðsdóttir úr Norðurlandi á 57,20, en hún hljóp í fyrri riðlinum og þriðja varð Melkorka Rán Hafliðadóttir úr FH á 57,27.

Einar Daði Lárussosn úr ÍR sigraði í hástökki karla er hann sstökk tvo metra slétta, annar varð Örn Davíðsson úr FH með 1,94 og ARnar Óskarsson ´ru Bjölni/Aftureldingu varð þriðji með 1,85.

Staðan í baráttunni milli ÍR og FH í stigagjöfinni eftir sex greinar er þannig að ÍR er með 33 stig og FH 30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert