HK vann fyrsta leikinn

Felix Þór Gíslason, HK, gegn Emil Gunnarssyni og Benedikt Baldri …
Felix Þór Gíslason, HK, gegn Emil Gunnarssyni og Benedikt Baldri Tryggvasyni, Stjörnunni, í leiknum í kvöld.

HK hefur tekið forystuna í úrslitarimmu sinni við Stjörnuna í Mizunono-deild karla í blaki, en liðið vann fyrsta leikinn 3:1 í kvöld.

Fyrsta hrina var jöfn og spennandi og endaði 25:22 fyrir HK. Í annarri hrinu voru Stjörnumenn yfir alla hrinuna sem var jöfn og spennandi, fór í upphækkun þar sem HK hafði betur, 27:25.

HK leiddi þriðju hrinu 13:10 en Stjarnan kom þá til baka og vann hrinuna 25:22 og hélt lífi í vonum sínum. Í fjórðu hrinu vann HK hins vegar 25:20 og tryggði sér sigurinn, 3:1.

Fannar Grétarsson var stigahæstur hjá HK með 20 stig en hjá Stjörnunni voru Róbert Hlöðversson, Emil Gunnarsson og Ólafur F Ólafsson með 12 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert