Ógeðslega gaman í fimleikum á Selfossi

Eva Grímsdóttir og Eysteinn Máni Oddsson fagna sigrinum
Eva Grímsdóttir og Eysteinn Máni Oddsson fagna sigrinum Ljósmynd/Fimleikasambandið

„Það er mjög sætt að vinna fyrsta titilinn fyrir Selfoss í fullorðinsflokki,“ sögðu Eva Grímsdóttir og Eysteinn Máni Oddsson við blaðamann mbl.is eftir sigur Selfyssinga í blönduðum flokki á Íslandsmótinu í hópfimleikum í kvöld.

Þau komu nokkuð örugg inn í mótið enda gekk þeim vel í síðasta móti áður. „Við unnum síðasta mót með yfirburðum og í dag gerðum við miklu betur,“ sagði Eva og Eysteinn bætti við að væntingarnar fyrir mótið hefðu verið miklar og allt hafi smollið.

Segja þau hópinn mjög samheldinn og skemmtilegan. „Við æfum rosalega vel og þessi hópur er að smella mjög vel saman og það er ógeðslega gaman á æfingum. Við smellum greinilega mjög vel saman,“ sögðu Eva Grímsdóttir og Eysteinn Máni Oddsson, ánægð með sigurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert