HK Íslandsmeistari

Frá viðureign Aftureldingar og HK í kvöld.
Frá viðureign Aftureldingar og HK í kvöld. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

HK varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í blaki þegar liðið lagði Aftureldingu 3:2 að Varmá í oddaleik liðanna í einvíginu um titilinn.

HK vann fyrstu hrinuna 25:23 en Afturelding aðra hrinu 25:22. HK komst yfir á ný með sigri, 25:22, en Afturelding jafnaði með því að vinna fjórðu hrinuna eftir framlengingu, 26:24. Oddahrinuna vann síðan HK mjög örugglega, 15:5.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:

5. hrina:

5:15 Búið og HK konur eru Íslandsmeistarar og fagna ákaft

2:10 Það er greinilegt hverng þetta á að enda. Dauft yfir leikmönnum Afturelldingu en HK stúlkur brosa alveg út að eyrum og geisla af sjálfstrausti

2:8 Nú skipta liðin um vallarhelming en Natalia er búinn að setja niður tvö smöss í röð fyri rHK og vil ólm fá fleiri bolta út á kantinn.

1:5 Edda Björk aftur inn til að gefa upp fyrir HK og fær tvö stig áður en Afturelding tekur leikhlé.

0:2 HK byrjar betur en þetta voru langar skorpur og ekki fallegar 

Nú er bara leikið upp í 15 eða þar til munar tveimur stigum ef allt verður jafn þear þangað er komið.

4. hrina:

26:24 Afturelding tryggði sér oddahrinu. Svona eiga úrslitaleikir að vera.

24:24 HK var áðan 22:24 yfir en uppgjöf fór rétt út og hálfgerð lauma í netið þannig að nú er jafnt og Afturelding á uppgjöf. HK tók leikhlé

20:22 Allt í járnum ennþá, liðin með fínar sóknir þessa stundina eftir langan öryggiskafla

18:20 Afturelding tekur leikhlé. Langar skorpur núna þar sem boltnum er komið yfir af öryggi og beðið eftir að hitt liðið geri mistök.

17:17 HK tekur leikhlé enda komin þrjú stig í röð frá heimliðinu og það likar Einari þjálfara ekki. Stelpurnar halda samt góða skapinu og brosinu. Þær komast langt á því.

14:17 Enn þriggja stiga munur og hvorugt liðið náð fallegum sóknum í nokkurn tíma.

12:15 Afturelding tekur leikhlé. Edda Björk kom inná hjá HK til að gefa upp og ekki að ástæðulausu því hún fær ein og hálfan ás, annar beint í gólfið en hinn þannig að heimakonur gátu ekkert unnið úr boltanum

11:11 Heimakonur jafna metin

9:11 Allt við það sama hér, ekkert sérstaklega fallegt blak enda mikið undir og menn vilja síður gera mistök.

7:7 Afturelding nær að jafna þrátt fyrir að spila ekki vel þessa stundina.

2:5 Allt gengur nú HK í hag og einhver doði yfir heimakonum þessa stundina. Gleðin og brosið hins vegar alsráðandi hjá HK.

0:1 Hanna Maía fékk högg á hálsinn frá samherja og tók smá tíma að jafna sig. Miglena kominn á bekkinn á ný.

3. hrina:

22:25 HK komið yfir. Fengu 24. stigið eftir smass frá Aftureldingu í netið og að því er virtist í hávörn og út en domarinn var á öðru máli og sagði boltann ekki  hafa haft viðkomu í HK-manni. Afturelding ekki sátt við það

22:23 Aftuelding tekur leikhlé. HK á uppgjöfina og með einni blokk þá vantar bara eitt stig. Heimakour ætla hins vegar að krækja í næstu þrjú stig

22:22 Ég veit ekki hvað þetta endar, enn jafnt á öllum tölum, en það þarf að muna tveimur stigium til að vinna.

20:20 Enn jafnt á öllum tölum og mikið fjör og gríðarleg barátta

17:17 Jafnt á öllum tölum síðan í 14:14. HK dálítið að sækja á miðjunni núna og gengur vel.

14:15 HK kemst í fyrsta sinn yfir í hrinunni 

12:12 Heimakonur komust í 12:8 með fínum leik en þá tók HK við sér og gerði fjögur í röð og Aftureldeing tekur leikhlé.

9:6 Afturelding komst í 9:4 en HK hefur aðeins lagaða stöðuna, en þarf að leika miklu mun betur ætli liðið sér einhverja hluti hér í kvöld. Þær sýna stundum frábæra takta en það þarf að vera meiri ógn í leik þeirra.

6:2 HK tekur leikhlé enda veður eitthvað að gera til að koma boltanum framhjá vörn Aftureldingar ef ekki á illa að fara. Heimamenn miklu sterkari þessa stundina

4:1 Hávörn heimamanna búinn að loka leiðinni yfir netið...

HK ætlar greinilega að hafa gaman af þvessu því stelpurnar klappa og dansa með laginu sem leikið er í hléinu og brosa út að eyrum. Voða gaman hjá þeim.

2. hrina:

25:22 Afturelding hefur sigur eftir miklar sveiflur í þessari hrinu.

21:20 Allt í járnum allt í einu.

20:16 Blakið er þannig núna að það getur allt gerst, bæði lið að gera mistök og fara varlega, taka enga sénsa og vilja spila öruggt.

17:14 Eins og svo oft áður skila leikhléin sér og HK er með þrjú stig í röð og Afturelding tekur leikhlé.

17:11 Afturelding að taka þetta. Hávörnin flott og eins sóknin því Hanna María spilar vel út á báða kantana sem eru sterkir þessa stundina. HK tekur leikhlé

12:8 Afturelding að ná tökum á leiknum, flottar uppgjafir og taka þá bolta sem HK kemur yfir, sem eru raunar ekki fastir því sóknin er í molum hjá Kópavogsliðinu þessa stundina.

5:5 Leikhléið bar árangur og HK tók næstu þrjú stig.

5:2 HK tekur leikhlé enda auðveld stig sem Afturelding er að fá og við því þarf að bregðast. Raunar fékk Afturelding áðan stig þar sem smass HK var langt inni en línuvvörðurinn virtist eitthvað utan við sig og dæmdi hann úti.

1:2 HK komst í 0:2 áðure en heimastúlkur náðu stigi. Miglena enn á bekknum hjá heimakonum.

1. hrina:

23:25 HK vann síðasta stigið og hrinuna eftir að Velina sló í netið.

23:24 HK fékk tvö stig eftir leikhléið og staðan var 20:23, þá vann HK stig en Afturelding tók næstu þrjú og þá tóku HK-menn leikhlé

18:23 Afturelding tekur leikhlé enda um að gera að nýta bæði hléin sem liðið á þegar ekki gengur betur en raun ber vitni og HK vantar aðeins tvö stig.

17:21 HK tekur leikhlé enda hefur Afturelding lagað stöðuna talsvert, Miglena tekin útaf og þó svo uppspilið sé ekki eins gott þá stendur Hanna María sig vel og sóknir liðsins bera árangur núna.

12:18 Afturelding tekur leikhlé enda Guðný Rut kominn í uppgjöf hjá HK og byrjar á flottum ás.

9:15 HK mokar út í stöðu eitt á fyriliða sinn Laufeyju Björk sem er alveg sjóðandi heit og fær hvert stigið af öður.

5:7 Aftureldingu tekst að minnka muninn en það er ekkert gefið eftir í vörnum liðanna því báðir frelsingjarnir eru vel á tánum og taka allt upp sem fer framhjá hávörnum liðanna.

2:5 HK komst í 0:4 og Kópavogsdömur virðast líklegar til alls hér í kvöld.

0:1 Leikurinn hafinn og það voru Afturelding sem byrjuðu með boltann, en HK fékk fyrsta stigið. Stúkan í litla salnum að Varmá er svo til fullur þannig að það má búast við fínni stemningu hér í kvöld.

Afturelding: Sigdís Lind Sigurðardóttir, Rósborg Halldórsdóttir, Velilna Agostolova, Ylfa Rós Margrétardóttir, Miglena Apostolova, Auður Anna jónsdóttir, Guðrún Elva Sveinsdóttir, Fjóla Rut Svavarsdóttir, Karen Björg Gunnarsdóttir, Kristina Apostolova, Zaharina Filipova, Thelma Dögg Grétarsdóttir.

HK: Natalia Ravva, Hanna María Friðriksdóttir, Matthildur Einarsdóttir, Edda Björk Ásgeirsdóttir, Ventseslave Marinova, Herbrog Vera Leifsdóttir, Laufey Björk Sigmundsdóttir, Elísabet Einarsdóttir, Guðbjörg Valdimarsdóttir, Steinunn Helga Björgólfsdóttir, Guðný Rut Guðnadóttir, Fríða Sigurðardóttir  (mun ekki leika með þar sem hún er meidd)

Afturelding er ríkjandi Íslandsmeistari og liðið varð í betur bæði bikarmeistari og deildarmeistari þannig að ef liðið vinnur í kvöld er það fullkomin þrenna hjá því.

Hvort lið hefur sigrað tvívegis í einvíginu og því er um hreinan oddaleik að ræða á heimavelli Aftureldingar. HK sigraði í síðasta leik liðanna á heimavelli sínum og tryggði sér þar með oddaleikinn. 

Elísabet Einarsdóttir, HK, og Miglena Apostolova, Aftureldingu. Hvor fagnar í …
Elísabet Einarsdóttir, HK, og Miglena Apostolova, Aftureldingu. Hvor fagnar í kvöld? mbl.is/Eggert
Frá leiknum að Varmá í kvöld.
Frá leiknum að Varmá í kvöld. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
Það er góð mæting á leikinn í kvöld.
Það er góð mæting á leikinn í kvöld. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert