Frábær árangur íslenskra ungmenna í Stokkhólmi - myndasyrpa

Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda fór fram í Stokkhólmi í vikunni. Lið Reykjavíkur kom heim í gær eftir að hafa staðið sig frábærlega á mótinu. Frjálsíþróttalið stúlkna sigraði, knattspyrnulið drengja varð í öðru sæti, handknattleikslið stúlkna varð í þriðja sæti og frjálsíþróttalið drengja í fjórða sæti.

Í frjálsíþróttakeppninni var keppt í svokallaðri fimmþraut þar sem gefin eru stig fyrir árangur í 100 m hlaupi, langstökki, hástökki, kúluvarpi og 800 m hlaupi. Reykvísku stúlkurnar sigruðu í stigakeppni stúlkna og reykvísku strákarnir urðu í fjórða sæti í stigakeppni drengja. Mjög margir í reykvíska liðinu náðu að bæta sinn besta árangur.

Reykjavíkurúrvalið í knattspyrnu drengja varð í öðru sæti á mótinu á eftir liði Osló. Strákarnir unnu Helsinki 7:0, Kaupmannahöfn 12:0 og Stokkhólm 6:1 en biðu lægri hlut fyrir Osló 4:2.

Reykjavíkurúrvalið í handknattleik stúlkna vann tvo leiki, tapaði tveimur og varð í 3.sæti mótsins. Þær unnu Helsinki 25:15 og Kaupmannahöfn 13:9 en töpuðu fyrir Osló 11:8 og Stokkhólmi 21:10.

Nánari úrslit einstakra leikja og greina má finna hér og lista yfir lið Reykjavíkur má finna hér. Myndasyrpu frá mótinu má sjá efst í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert