Bolt hættir við tvö mót

Usain Bolt fagnar sigri á móti fyrr í sumar.
Usain Bolt fagnar sigri á móti fyrr í sumar. AFP

Usain Bolt, hinn sexfaldi Ólympíumeistari í spretthlaupum frá Jamaíku, hefur hætt við þátttöku í Demantamótum sem fram fara í París og Lausanne 4. og 9. júlí.

Bolt tilkynnti þetta á heimasíðu sinni fyrir stundi en þar kemur fram að hann hafi glímt við eymsli í vinstra fæti frá því hann keppti síðast og því ekki getað æft sem skyldi. 

Bolt verður næstu dagana í meðferð hjá lækni í München en mun í framhaldi af því hefja æfingar á ný af fullum krafti með það að markmiði að verja titla sína á heimsmeistaramótinu í Beijing í lok ágúst.

„Ég er vonsvikinn yfir því að geta ekki keppt í París og Lausanne. Ég elska að taka þátt í þessum mótum en sem stendur get ég ekki beitt mér að fullu. Ég hlakka til að hefja æfingar á fullu á nýjan leik eins fljótt og mögulegt er," sagði Bolt á heimasíðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert