Íþróttaandinn í fyrirrúmi

Íslenski hópurinn og fylgdarlið í stuði að leik loknum.
Íslenski hópurinn og fylgdarlið í stuði að leik loknum. Ljósmynd/ÍF

Undirritaður hefur verið viðriðinn skipulegar íþróttir síðan á unglingsárum á allan mögulegan hátt – frá skipulagningu barna- og unglingaíþrótta á Íslandi til þess að vera viðstaddur og skrifa um stærstu íþróttaviðburði heimsins.

Í gegnum áratugina hélt ég að ég hefði séð og upplifað flest það sem til væri í íþróttaheiminum. Fátt gat hinsvegar undirbúið mig fyrir þá reynslu að vera viðstaddur Alþjóðasamleika Special Olympics hér í Los Angeles. Allt frá opnunarhátíðinni hér á Ólympíuleikvanginum á laugardag, þar sem 6.500 íþróttamenn og konur frá 165 löndum marséruðu inn á leikvanginn með hendur í lofti, til keppninnar sjálfrar fyrstu tvo dagana hefur íþróttaandinn og leikgleðin verið í fyrirrúmi í þeim 25 íþróttagreinum sem þau taka þátt í.

Það er ekki laust við að græðgi og svartsýni einkenni marga íþróttakeppnina þessa dagana, þar sem einblínt er á sigurinn og önnur markmið íþróttanna mæta afgangi. Það er ekki að sjá á þessum heimsleikum.

Sjá pistil Gunnars Valgeirssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert