Bætti heimsmetið aftur daginn eftir

Sarah Sjöström.
Sarah Sjöström. AFP

Sarah Sjöström frá Svíþjóð bætti í dag tæplega sólarhrings gamalt heimsmet sitt í 100 metra flugsundi á heimsmeistaramótinu í sundi sem nú stendur yfir í Kazan í Rússlandi.

Sjöström bætti heimsmetið í undanúrslitum í gær þegar hún kom í bakkann á tímanum 55,74 sekúndum og bætti met Dana Vollmer frá Bandaríkjunum sem hún setti á Ólympíuleikunum í London 2012. Þá synti hún á 55,98 sekúndum.

Sjöström bætti hins vegar um betur í úrslitunum í dag. Hún kom fyrst í bakkann á tímanum 55,64 sekúndum, vann gullið og bætti heimsmetið á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert