Níu ára drengur lést í hafnaboltaleik

Drengurinn varð fyrir sveiflu hafnaboltakylfu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Drengurinn varð fyrir sveiflu hafnaboltakylfu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Níu ára boltastrákur lét lífið í hafnaboltaleik í Bandaríkjunum um helgina eftir að hafa verið sleginn í höfuðið með hafnaboltakylfu.

Keiser Carlile var í hlutverki boltastráks á leik í bandarísku háskóladeildinni, en hann er þá leikmönnum til aðstoðar með dót á meðan á leik stendur. Hann var með hjálm er hann fékk upphitunarsveiflu eins leikmannsins í höfuðið og var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert