Jepkemoi sigraði í hindrunarhlaupinu

Hyvin Jepkemoi tryggir sér sigur í 3000 metra hindrunarhlaupi í …
Hyvin Jepkemoi tryggir sér sigur í 3000 metra hindrunarhlaupi í dag. Ljósmynd / Reuters

Keníamaðurinn Hyvin Jepkemoi varð í dag heimsmeistari í 3000 metra hindrunarhlaupi kvenna og viðhélt þar með sigurgöngu Keníamanna í greininni. Þessi 23 ára kona frá Kenía hljóp hlaupið á 9 mínútum og 19,11 sekúndum. 

Habiba Ghribi frá Túnis sem þótti sigurstranglegust fyrir hlaupið varð í öðru sæti eftir æsispennandi lokasprett og Þjóðverjinn Gesa Krause var skammt undan í þriðja sæti.

Hyvin Jepkemoi tryggði Kenía sín sjöttu gullverðlaun á heimsmeistaramótinu með þessum sigri.  

„Þessi sigur mun breyta lífi mínu, það er alveg klárt. Þetta er stærsta afrek mitt á ferlinum og frekar óvænt. Ég er allt í senn hissa og hæstánægð,“ sagði Hyvin Jepkemoi í samtali við fjölmiðla eftir hlaupið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert