Kuchina sigraði eftir spennandi keppni

Maria Kuchina fagnar gullinu.
Maria Kuchina fagnar gullinu. AFP

Maria Kuchina frá Rússlandi tryggði sér heimsmeistaratitilinn í hástökki kvenna á HM í Peking nú rétt í þessu. Alls voru þrjár efstu sem fóru yfir 2,01 metra eftir spennandi keppni, en þar sem Kuchina felldi aldrei í keppninni fékk hún gullið.

Silfrið fékk Blanka Vlasic frá Króatíu, en hún felldi 1,92 metra í annarri umferðinni og fær þess vegna silfrið þrátt fyrir að fara yfir 2,01 einnig. Vlasic vann einnig silfur í greininni á Ólympíuleikunum í Peking á þessum velli.

Bronsið fékk svo Anna Chicherova frá Rússlandi sem einnig fór yfir 2,01 metra, en í annarri tilraun. Þá felldi hún einnig 1,92 metra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert