Björn farinn til Finnlands

Björn Róbert Sigurðarson t.h. á fullri ferð í landsleik.
Björn Róbert Sigurðarson t.h. á fullri ferð í landsleik. mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Róbert Sigurðarson, landsliðsmaður í íshokkí, hefur samið við finnska liðið Ketterä um að spila með liðinu í vetur. Björn fór nýlega til Finnlands en til stóð að hann yrði til skoðunar í tvær vikur. Finnska félagið sem leikur í C-deild samdi hins vegar fljótt við Björn sem lék í Bandaríkjunum síðustu tvo vetur.

Björn kom heim í sumar og hóf keppnistímabilið með Esju hér heima og brotthvarf hans veikir væntanlega lið Esju verulega enda Björn í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu.

Björn er þegar búinn að leika sinn fyrsta leik fyrir Ketterä og skoraði þá sigurmarkið í leik á móti IPK sem endaði í vítakeppni. 

Nánar er fjalla um félagsskipti Björns Róberts í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert