Dramatískur sigur hjá SR

Liðsmenn SR fagna.
Liðsmenn SR fagna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Skautafélag Reykjavíkur lagði í kvöld SA Víkinga af velli með fimm mörkum gegn fjórum í dramatískum leik sem fram fór á Akureyri. Framlengingu og vítakeppni þurfti til að knýja fram úrslit.

Það voru SR-ingar sem komust yfir fljótlega í fyrstu lotu með marki frá Miloslav Racansky. Matthías Már Stefánsson jafnaði hinsvegar metin fyrir heimamenn skömmu síðar og áður en lotan var úti hafði Hafþór Andri Sigrúnarson komið Víkingum í 2 – 1 forystu. Andri Már Mikaelsson bætti síðan við marki strax í byrjun annarrar lotu en það var jafnfram eina mark lotunnar.

Þriðja lotan var síðan æði skrautleg. Um miðja lotu náðu SR-ingar að minnka muninn og tæpum fjórum mínútum fyrir leikslok jafnaði Daníel Steinþór Magnússon metin fyrir SR-inga. Víkingar hinsvegar náðu aftur forystunni með marki frá Andra Má Mikaelssyni  þegar um mínúta lifði leiks og allt útlit fyrir að Víkingar tækju stigin þrjú. Þrjátíu sekúndum seinnar var fyrrnefndur Miloslav Racansky búin að jafna metin fyrir SR-inga og framlenging því staðreynd. Ekkert var skorað í henni og í vítakeppninni sem kom í framhaldinu var Miloslav Racansky sá eini sem nýtti sitt víti og aukastigið því SR-inga.

Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Andri Már Mikaelsson 2/1
Matthías Már Stefánsson 1/0
Hafþór Andri Sigrúnarson 1/0
Jussi Sipponen 0/2
Sigurður S. Sigurðsson 0/1

Refsingar SA Víkinga: 41 mínúta

Mörk/stoðsendingar SR:
Miloslav Racansky 4/0
Daníel Steinþór Magnússon 1/0
Bjarki Reyr Jóhannesson 0/1
Arnþór Bjarnason 0/1
Michal Danko 0/1

Refsingar SR: 30 mínútur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert