Sunna og Bjarki Evrópumeistarar

Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson. Ljósmynd/Kjartan Páll Sæmundsson (samsett mbl.is)

Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson eru Evrópumeistarar í blönduðum bardagalistum en þau unnu bæði sinn flokk á mótinu sem fór fram í Birmingham á Englandi. 

Sunna sigraði hina sænsku Anja Saxmark eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu í úrslitum í fluguvigt. Bjarki Þór sigraði búlgarann Dorian Dermendzhiev eftir einróma dómaraákvörðun. Bjarki keppti í veltivigt sem var stærsti flokkur mótsins.

Andstæðingar Sunnu og Bjarka í lokaviðureignum þeirra eru bæði núverandi heimsmeistarar í greininni í sínum flokki. Lönduðu þau titlununum á heimsmeistaramótinu sem fór fram í Las Vegas í sumar. 

Þetta kemur fram á vef MMA frétta

130 manns kepptu á mótinu frá þrjátíu löndum. 

Hér má heyra þjóðsöng Íslands leikinn eftir að Sunna Rannveig tók við gullverðlaununum. 

Íslenski þjóðsöngurinn spilaður! #mjolnirmma #immaf #iceland

Posted by Mjölnir MMA on Sunday, November 22, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert