Góður árangur Ágústs á Kýpur í dag

Ágúst Heiðar stóð sig vel í dag.
Ágúst Heiðar stóð sig vel í dag.

Fyrsti dagurinn á Evrópumeistaramóti unglinga og U21 í karate sem fer fram í Limassol, Kýpur var í dag. Ísland átti 3 keppendur í dag, Boga Benediktsson sem keppti í kata karla U21, Iveta Chavdarova Ivanova sem keppti í kumite Cadet -54kg og Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson sem keppti í Kumite Caded -70kg.

Bogi keppti fyrstur og lenti á móti Alexander Pagot frá Svíþjóð í fyrstu umferð. Alexander hafði betur en datt svo út í annarri umferð og því eru möguleikar Boga á uppreisn farnir.

Næsti keppandi var Iveta sem mætti fyrir Assia Oukhattou frá Frakklandi í fyrstu umferð. Assia vann Ivetu en þar sem hún datt út i næstu umferð þá var keppni Ivetu einnig lokið.  

Síðastur íslensku keppendanna í dag var Ágúst Heiðar. Ágúst Heiðar sat hjá í fyrstu umferð, en mætti svo Jan Bruist frá Hollandi í 16 manna úrslitum í skemmtilegri viðureign.  Ágúst sótti vel og náði góðu Ura Mawashi geri í höfuð Bruist, fékk þá 3 stig og urðu það lok viðureignarinnar, öruggur sigur okkar manns.

Í átta manna úrslitum mætti Ágúst Heiðar Konstantinos Mastrogiannis frá Grillandi, en sá gríski marði sigur 1:0. Þar sem Mastrogiannis vann sinn riðill og fór í úrslit um Evrópumeistaratitilinn, þá fékk Ágúst Heiðar uppreisn og möguleika á að keppa um 3ja sætið.

Í öðrum bardaga uppreisnar mætti Ágúst Heiðar Marc Scholl frá Þýskalandi. Sá þýski pressaði mjög vel en ágúst varðist og sóttu þeir til skiptis en hvorugur þeirra náði stigum og fór svo að bardaginn endaði 0:0. Þá er gripið til dómaraúrskurðar þar sem allir 5 dómarar gefa öðrum hvorum keppandanum sigur og var þeim þýska dæmdur sigur.

Ágúst Heiðar endaði því í 7-8.sæti í kumite cadet -70kg á sínu fyrsta Evrópumeistaramóti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert