Kostnaður við EM yfir hálfum milljarði

Geir Þorsteinsson formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ. RAX / Ragnar Axelsson

Knattspyrnusamband Íslands reiknar með því að kostnaður vegna A-landsliðs karla hækki um 580 milljónir króna frá síðasta ári, og verði tæpar 809 milljónir króna á þessu ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjárhagsáætlun sambandsins fyrir árið 2016, en þá keppir karlalandsliðið í fyrsta sinn í lokakeppni stórmóts – EM í Frakklandi í sumar. Áætlað er að kostnaður vegna A-landsliðs kvenna tvöfaldist frá síðasta ári og verði tæplega 114 milljónir.

Á móti koma, eins og vitað var, stórauknar tekjur vegna styrkja frá knattspyrnusambandi Evrópu, sem styrkir KSÍ um 1,5 milljarða króna, í stað 356 milljóna í fyrra. Samtals er áætlað að rekstrartekjur KSÍ verði 2.264 milljónir króna, eða rúmlega tvöfalt hærri en á síðasta ári. Áætlaður rekstrarkostnaður er 1.663 milljónir, samanborið við 956 milljónir í ár. Áætlaður rekstrarhagnaður, að teknu tilliti til fjármagnsliða, er rúmar 622 milljónir í stað 158 milljóna í ár.

Rekstur KSÍ, hvers formaður er Geir Þorsteinsson, á árinu 2015 var í samræmi við áætlun. Í ársreikningi kemur meðal annars fram að tekjur af miðasölu á landsleiki hafi verið um 60 milljónir króna, eða 20 milljónum hærri en áætlað var. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert