Margir bláir við Rauðu mylluna

Fjöldi Íslendinga var þegar samankominn í norðurhluta Parísar um hádegisbil hér í Frakklandi, sex tímum fyrir leikinn við Austurríkismenn. Stuðningsmannaklúbburinn Tólfan tilkynnti að opinber samkomustaður Íslendinga væri írskur bar í sama húsi og sá kunni veitingastaður, Rauða myllan, og þar var að myndast fín stemmning.

Forráðamenn Tólfunnar féngu þær fréttir í gær að stuðningsmannasvæðið í Saint-Denis hverfinu, þar sem Stade de France er, rétt norðan við höfuðborgina, yrði ekki opnað fyrr en kl. 17.30, hálftíma fyrir leik, vegna þessu að börn í hverfinu væru í skólaprófum þessa viku. Slíkt svæði, Fan Zone, hjá Eiffelturninum niðri í miðborg opnar ekki fyrr en kl. 15.00, þegar upplagt væri að leggja af stað á völlinn og því var ákveðið, í samráði við Norður-Íra og íslensku lögregluna í París, að svæðið í grennd við Moulin Rouge, Rauðu mylluna, myndi henta.

Þegar þetta er skrifað, klukkan fjögur að staðartíma (14.00 á Íslandi), hefur leikvangurinn verið opinn í tæpa klukkustund og fólk er farið að tínast í sæti sín.

Stemmningin við írska barinn O'Sullivan's og Rauðu mylluna var orðin skemmtileg þegar mbl.is leit þar við um hádegisbilið. Fólk rólegt en farið að þjálfa raddböndin aðeins. Töluvert af Austurríkismönnum var líka í hverfinu og fór vel á með öllum,

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert