Fögnuðu sigrinum í flugvél

Það mátti ekkert íslenskt mannsbarn missa af leik Íslands og Englands í gær og myndaðist því mikil spenna á flugstöðinni í Alicante þaðan sem til stóð að flug WOW air til Íslands tæki af stað fimm mínútum fyrir leikslok.

Í flugstöðinni var enginn sjónvarpsskjár þar sem hægt var að horfa á leikinn en Íslendingar á leið heim úr sólinni náðu þó að notast við spjaldtölvur og síma. 

„Sums staðar hópuðust Íslendingar og Bretar á bak við einn lítinn skjá. Halarófa fylgdi einu tæknitröllinu að flughliðinu og þegar inn í vélina var komið tilkynnti flugstjóri WOW-vélarinnar að hann færi ekki í loftið fyrr en úrslitin væru ljós,“ skrifar Margrét Theodórsdóttir, sem tók myndbandið hér að ofan, til mbl.is.

„Tækjum var haldið hátt á lofti svo sem flestir gætu fylgst með. Mikið var fagnað þegar sigurinn var í höfn og alls konar fögn heyrðust. Flugfreyjurnar komust vart að við vinnu sína, en tóku hressar þátt í gleðinni.“

Þröngt máttu sáttir sitja í kringum þessa litlu spjaldtölvu á …
Þröngt máttu sáttir sitja í kringum þessa litlu spjaldtölvu á flugvellinum. Ljósmynd/ Margrét Theodórsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert