Sunna Rannveig vann öruggan sigur

Sunna Rannveig byrjar atvinnumannaferilinn vel.
Sunna Rannveig byrjar atvinnumannaferilinn vel. Ljósmynd/Baldur kristjánsson

Bar­daga­kon­an Sunna Rann­veig Davíðsdótt­ir varð í nótt fyrsta ís­lenska kon­an til að berj­ast í at­vinnu­bar­daga í blönduðum bar­dag­aíþrótt­um, MMA. Hún vann öruggan sigur á Ashley Greenway í fyrsta bardaga sínum sem fram fór í Kansas í Bandaríkjunum. Umfjöllun um bardagann er frá mmafrettir.is. 

Sunna stjórnaði pressunni allan tímann og átti bardagann nánast allan tímann. Pressan hjá Sunnu kom Greenway aðeins úr jafnvægi og virtist sem henni væri örlítið brugðið í byrjun. Greenway ógnaði með spörkum og snúandi árásum eins og „spinning backfist“ en Sunna lét það hafa lítil áhrif á sig og pressaði áfram.

Önnur lotan var sú besta frá Sunnu. Sunna komst fyrir aftan Greenway standandi og fylgdi henni eftir í gólfið. Sunna var með bakið á Greenway í dágóðan tíma og náði að hitta inn nokkrum góðum höggum á meðan hún reyndi að komast undir hökuna í hengingu. Greenway varðist þó vel náði að sleppa undir lok lotunnar.

Síðasta lotan var nokkuð lík fyrstu lotunni. Greenway reyndi aftur „spinning backfist“ en hitti ekki og náði Sunna bakinu í kjölfarið og henti henni niður. Greenway náði að standa fljótlega upp aftur eftir tilraunir til uppgjafartaka. Á þessum tímapunkti var ljóst hvert sigurinn væri að fara en Sunna var að stjórna allan tímann hvert bardaginn fór. Greenway skaut inn í fellu í lot lotunnar en Sunna varðist auðveldlega.

Sigurinn var því öruggur Sunnu í vil og tók hún allar þrjár loturnar. 30:27 niðurstaðan hjá öllum dómurunum og fyrsti sigurinn í höfn hjá Sunnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert