Jákvæður höfuðverkur bíður

Sigur Íslands á Englandi, þar sem Ragnar Sigurðsson var nærri …
Sigur Íslands á Englandi, þar sem Ragnar Sigurðsson var nærri því að skora með þessum tilþrifum, er ein af stóru stundum íþróttasögu Íslands. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Senn líður að því að við í Samtökum íþróttafréttamanna fyllum út lista okkar yfir þá tíu íþróttamenn sem okkur þykir hafa skarað framúr á árinu sem er að líða.

Það þarf ekki fara mörgum orðum um það að íþróttárið 2016 var hreint út sagt stórkostlegt og enn og aftur hefur íþróttafólkið okkar sýnt og sannað hversu gott og hæfileikaríkt það er. Það verður vandasamt að fylla listann út. Jákvæður höfuðverkur bíður manns og víst er að margur íþróttamaðurinn, sem myndi sóma sér vel á lista þeirra tíu bestu, verður skilinn út undan á topp tíu listanum.

Krafturinn og gróskan í íþróttastarfinu hér á landi er með ólíkindum og þrátt fyrir fjársvelti til handa afreksfólki okkar, sem horfir þó til betri vegar, er engan bilbug að finna á því. Afrekin hafa verið unnin í flestum greinum í blómlegu íþróttastafi og hvað eftir annað hefur íslenskt íþróttafólk vakið heimsathygli með frábærum árangri sem eftir hefur verið tekið út um gjörvalla heimsbyggð.

Sjá viðhorfsgrein Guðmundar Hilmarssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert