„Þetta er algjört brjálæði“

Leikmenn Lincoln fögnuðu sigrinum vel og innilega.
Leikmenn Lincoln fögnuðu sigrinum vel og innilega. AFP

Sean Raggett var skiljanlega í skýjunum eftir 1:0-sigur Lincoln á Burnley í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Raggett skoraði sigurmarkið á 89. mínútu og Lincoln er því fyrst utandeildarliða sem kemst í 8-liða úrslit bikarkeppninnar í 103 ár.

„Ég er orðlaus,“ sagði hinn 23 ára gamli Raggett að leik loknum en hann skoraði sigurmarkið með skalla í kjölfar hornspyrnu.

„Þetta er algjört brjálæði, ég trúi þessu varla. Stuðningsmenn okkar voru frábærir allan leikinn,“ bætti Raggett við en Burnley tapar ekki mörgum leikjum á heimavelli og stillti upp mjög sterku liði.

„Þeir gerðu jafntefli við Chelsea í síðasta leik en við höfðum trú á verkefninu og vorum ekki komnir hingað til að gera jafntefli. Það er samt alveg fáránlegt að utandeildarlið sé komið svona langt í bikarkeppninni,“ sagði hetja Lincoln.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert