Stjörnudagur í Garðabæ

Stjarnan fagnaði sigri í bikarkeppninni í gær, bæði hjá konunum …
Stjarnan fagnaði sigri í bikarkeppninni í gær, bæði hjá konunum og með blandað lið. mbl.is/Golli

Það heyrir varla lengur til tíðinda að Stjarnan í Garðabæ sigri í kvennaflokki í hópfimleikum, en liðið er bæði Íslands- og bikarmeistari síðasta árs. Stúlkurnar urðu síðan í gær bikarmeistarar þriðja árið í röð og í blönduðum flokki sigraði Stjarnan einnig og er það í fyrsta sinn sem félagið krækir í þann titil. Þá fagnaði Stjarnan einnig sigri í 1. flokki karla og kvenna.

Það var mikið fjör í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ þegar WOW bikarmót Fimleikasambandsins fór þar fram um helgina. Mótið náði hápunkti sínum í gær þegar meistaraflokkarnir mættu til leiks ásamt 1. flokki.

„Ég er mjög ánægður með árangur allra fjögurra liðanna hjá okkur. Kvennaliðið stóð sig frábærlega og blandaða liðið einnig. Þetta hefur tekið dálítinn tíma og það var virkilega gaman að sjá æfingarnar hjá þeim í dag. Litlu stelpurnar í 1. flokki stóðu sig líka frábærlega, voru öruggar og gerðu fínar æfingar,“ sagði Niclaes Jerkeholt, þjálfari hópfimleika hjá Stjörnunni, eftir mótið og var virkilega sáttur við sín lið.

Stjörnukonur riðu á vaðið á trampolíninu og gengu æfingarnar þar alveg ljómandi vel. Gerpla sýndi sínar æfingar þar strax á eftir og gengu þær ágætlega, en þó ekki eins vel og hjá Garðbæingum.

Nánar er fjallað um bikarmótið í hópfimleikum í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert