Gull og silfur í San Marinó

Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Dagný Edda Þórisdóttir ásamt Ásgrími Einarssyni, …
Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Dagný Edda Þórisdóttir ásamt Ásgrími Einarssyni, formanni Keilusambands Íslands, og Hafþóri Harðarsyni þjálfara. Ljósmynd/Keilusamband Íslands

Íslendingar unnu gullverðlaun og silfurverðlaun í tvímenningi í bikarkeppni Smáþjóða í keilu í San Marinó í dag.

Magna Ýr Hjálmtýsdóttir og Dagný Edda Þórisdóttir unnu til gullverðlauna fyrir Íslands hönd en þær höfðu betur í úrslitaleik á móti Luxemborg, 406:315, eftir að hafa lagt Kýpur að velli í undanúrslitunum, 355:322.

Hjá körlunum höfnuðu þeir Björn G. Sigurðsson og Arnar Davíð Jónsson í öðru sæti. Í undanúrslitunum höfðu þeir betur á móti San Marinó, 364:359, en í úrslitaleiknum töpuðu þeir fyrir Kýpur í æsispennandi úrslitaleik, 419:409, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta ramma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert