Vigdís stórbætti Íslandsmetið

Vigdís Jónsdóttir þeytir sleggjunni.
Vigdís Jónsdóttir þeytir sleggjunni. mbl.is/Árni Sæberg

Vigdís Jónsdóttir bætti í dag Íslandsmet sitt í sleggjukasti um tæplega þrjá metra á Góumóti FH í Kaplakrika.

Fyrra met Vigdísar var 58,82 metrar og hún setti það í október 2016. Í dag kastaði hún hins vegar 61,77 metra í öðru kasti. 

Fyrstu fjögur köst Vigdísar voru yfir fyrra Íslandsmetinu en tvö þau síðustu runnu eiginlega út í veður og vind vegna hressilegrar snjókomu sem þá skall á í Hafnarfirði.

Vigdís náði með þessu að komast í 13. sæti yfir besta árangur í greininni í Evrópu í flokki U23 ára og hún náði lágmarkinu fyrir Evrópumót U23 ára sem haldið verður í Bydgoszcz í Póllandi 13.-16. júlí í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert