Björk og Gerpla bikarmeistarar

Björk er bikarmeistari.
Björk er bikarmeistari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keppni í frjálsum æfingum karla og kvenna á bikarmóti Fimleikasambands Íslands fór fram í gær. Björk vann í kvennaflokki og Gerpla í karlaflokki. 

Í kvennaflokki voru það Björk og Ármann sem höfðu forystu framan að og þrátt fyrir góð tilþrif hjá Gerplu, sem náði 2. sæti af Ármanni, var það Björk sem hafði sigurinn með 144.300 stig. Fyrsti bikarmeistaratitill félagsins síðan árið 1999. Gerpla var í 2. sæti með 142.300 stig og Ármann tók 3. sætið með 140.500 stig. 

Gerpla hafði yfirburði í karlaflokki og voru tvö efstu liðin á vegum þeirra, Björk tók 3. sætið. Garðar Egill Guðmundsson var stigahæstur með 71.150 stig og Eyþór Örn Baldursson og Martin Bjarni Guðmundsson fóru einnig yfir 70 stig hjá Gerplu. Gerpla 1 fékk 216.350 stig og tók gullið, Gerpla 2 var með 195.700 stig og Björk 185.150 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert