Vetrarleikar Special Olympics standa sem hæst

Stefán Páll Skarphéðinsson að lokinni keppni með þjálfurum, Helgu t.v. …
Stefán Páll Skarphéðinsson að lokinni keppni með þjálfurum, Helgu t.v. og Rögnu t.h.

Alþjóðavetrarleikar Special Olympics standa nú sem hæst í Austurríki, en fjórir íslenskir keppendur eru þar í eldlínunni í listhlaupi á skautum.

Ásdís Ásgeirsdóttir og Stefán Páll Skarphéðinsson keppa í einstaklingskeppni, byrjendaflokki. Nína Margrét Ingimarsdóttir og Júlíus Pálsson keppa í parakeppni í byrjendakeppni og einstaklingskeppni, sterkari flokki. Verðlaunapeningar eru fyrir fyrstu þrjú sætin en verðlaunaborðar fyrir ônnur sæti, allir fá verðlaun.

Það sem greinir þessa leika frá ōðrum er að hér eru saman komnir úr öllum heiminum 2.700 keppendur sem eru á mismunandi styrkleikastigi m.t.t. hverrar greinar. Gullverðlaun eru í hverjum styrkleikaflokki svo sá sem er sterkastur frá Íslandi getur því lent í flokki þar sem hann er áttundi á meðan byrjandi gæti lent í flokki þar sem hann vinnur gullið. Keppt er í 9 greinum og keppni fer fram í Graz og Schladming. Íslendingar keppa í listhlaupi á skautum sem fer fram í Graz.

Ásdís Ásgeirsdóttir á ísnum.
Ásdís Ásgeirsdóttir á ísnum.

Special Olympics-samtökin stefna að því að 100 milljónir manna verði með í starfi samtakanna á næstu árum. Gífurlega hröð þróun er í gangi og starfið teygir sig nú inn á fleiri brautir en íþróttakeppni, s.s. mannréttindabaráttu, samstarf við heilbrigðisstéttir og skóla, þróun snemmtækrar íhlutunar i starfi með bōrn, aðstoð i þróunarlōndum o.s.frv. Allir keppendur geta farið i ókeypis heilsufarsskoðun þar sem m.a. er mæld sjón og heyrn, líkamsstaða o.fl. Háskólar taka virkan þátt auk fagstétta og ókeypis gleraugu og heyrnartæki eru afhent ef þarf.

Special Olympics á Íslandi eru í samstarfi við íslensku lögregluna vegna alþjóðaverkefnis SOI, LETR, og tveir íslenskir lōgreglumenn voru á leikunum vegna samstarfsins, Daði Þorkelsson sem hljóp kyndilhlaup og Guðmundur Sigurðsson sem var í undirbúningsnefnd vegna hlaupsins.

Nína Margrét Ingimarsdóttir og Júlíus Pálsson á verðlaunapalli.
Nína Margrét Ingimarsdóttir og Júlíus Pálsson á verðlaunapalli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert