Hrafnhildur komin í stjórn Sundsambandsins

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Hrafnhildur Lúthersdóttir, ein fremsta sund­kona Íslands, er komin í stjórn Sundsambands Íslands.

Hrafnhildur hlaut kosningu á 62. sundþingi sam­bands­ins sem fram fór um helgina en ekki er al­gengt að af­rekskepp­end­ur gegni stjórn­un­ar­störf­um í íþrótta­sam­bönd­um sín­um. Hörður J. Odd­fríðar­son mun áfram gegna formennsku en hin nýja stjórn Sundsambandsins er þannig skipuð:

Hörður J. Oddfríðarson, formaður (ÍBR)
Björn Sigurðsson (ÍBH)
Hilmar Örn Jónasson (ÍRB)
Jón Hjaltason (ÍBR)
Jóna Margrét Ólafsdóttir (UMSK)
Bjarney Guðbjörnsdóttir (ÍA)
Elsa María Guðmundsdóttir (ÍBA)
Hrafnhildur Lúthersdóttir (ÍBH)
Margrét Gauja Magnúsdóttir (ÍBH)

Varamenn:
Eva Hannesdóttir (ÍBR)
Helga Sigurðardóttir (ÍBR)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert