HK komið yfir í úrslitaeinvíginu

Elísabet Einarsdóttir var stigahæst hjá HK í kvöld og hér …
Elísabet Einarsdóttir var stigahæst hjá HK í kvöld og hér stekkur hún upp í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

HK er komið yfir í úrslitaeinvíginu við Aftureldingu um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki, en HK vann fyrsta leik liðanna í Fagralundi í kvöld, 3:0.

Um hörkuleik var að ræða þrátt fyrir aðeins þrjár hrinur. Sú fyrsta fór í upphækkun þar sem HK vann 26:24. Önnur hrina fór 25:21 og HK innsiglaði svo sigurinn í þeirri þriðju sem fór 25:23.

Elísabet Einarsdóttir var stigahæst hjá HK með 17 stig en á eftir henni kom Hjördís Eiríksdóttir með 15 stig. Hjá Aftureldingu skoraði Kate Yeazel mest eða 13 stig og þar á eftir kom Ceannia Kincade með 11 stig.

Næsti leikur liðanna í einvíginu fer fram í Mosfellsbæ á föstudagskvöldið klukkan 19.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert