Ásdís kastaði til bronsverðlauna

Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hafnaði í þriðja sæti á Riga Cup-mótinu sem fram fór í Lettlandi í dag. Hún kastaði lengst 58,30 metra strax í fyrsta kasti.

Ásdís var fyrst eftir fyrstu umferðina, en kastsería hennar fór svo lækkandi það sem eftir lifði keppninnar. Eftir bronskastið kastaði hún 56,73 metra, 56,04 metra, 55,84 metra og 55,42 metra, en eitt kast hennar var ógilt. Íslandsmet hennar er 62,77 metrar.

Eda Tugsuz frá Tyrklandi fékk gullið en hún kastaði lengst 63,83 metra. Önnur var Anete Koxina frá Lettlandi með kasti upp á 59,07 metra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert