Nýta allt sem fyrir er

Frá San Marínó.
Frá San Marínó. Wikipedia

Sautjándu Smáþjóðaleikar Evrópu verða settir í San Marínó á mánudaginn. Að vanda sendir Ísland fjölmenna og vaska sveit til keppni og heldur hún utan árla í fyrramálið. Þetta verður í þriðja sinn sem San Marínó verður gestgjafi leikanna en þeir héldu fyrstu leika fyrir 32 árum og öðru sinni fyrir 16 árum.

Andri Stefánsson, sviðsstjóri afreks- og ólympíusviðs ÍSÍ, segir leikana vera með nokkuð hefðbundnum hætti. Ekki verði keppt í golfi og fimleikum eins og gert var þegar leikarnir fóru fram hér á landi fyrir tveimur árum. Þess í stað verður keppt í hjólreiðum, bogfimi og bowls sem er svipað boccia en leikið á malarvelli. Íslendingar taka ekki þátt í þeirri grein en verða með í öðrum greinum leikanna. Að vanda verður einnig keppt í blaki, frjálsíþróttum, körfuknattleik, sundi, skotíþróttum, júdó, borðtennis, tennis og strandblaki.

Þátttökurétt eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón og að þessu sinni taka íþróttamenn frá Mónakó, Kýpur, Íslandi, Liechtenstein, Lúxemborg, Möltu, Svartfjallandi og gestgjöfum San Marínó þátt. Andri segir að aldrei hafi fleiri keppendur tekið þátt í Smáþjóðaleikum en þessu sinni. Það helgist m.a. af því að nú komi inn vinsælar keppnisgreinar eins og hjólreiðar og bogfimi sem njóti mikillar hylli í mörgum ríkjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert